Hvert er laiguverðið?

Það að selja þessa eign og leigja hana síðan er eins og að pissa í skóinn sinn. Mér þætti vænt um að borgarbúar sem eiga orkuveituna fengju að sjá leigusamninginn. Leigusamningur og leiguverð verða að byrtast eigendum svo þeir geti myndað sér skoðun á ákvörðunartöku stórnenda Orkuveitunar, um að sala sé skynsöm á þessu, tíma. Fasteignamarkaðurinn er jú í sögulegu lágmarki núna ekki satt. Ég myndi ekki selja mína eign núna og leigja hana síðan af kaupanda. til þess eru lánin allt of góð í augnablikinu.

 En ekkert kemur mér á óvart í fréttum frá klakanum. Sérstaklega þegar það eru stóru fyrirtækin í eigu hins opinbera. Óhæfir stjórnendur virðast vera þeir hæfileikar sem þarf til í þessar stöður. Allavega er það reynslan þegar maður skoðar söguna.

 Óhæfir stjórnendur og skrípaleikur í borgarstjórn. Hvaða kröfur getum við svo gert til þessara manna. Ég get ekki séð hvað 600 millur hjálpa í lausafé fyrirtækisins sem er stórskuldugt. Þetta eru ekki fjármunir sem ég sé að skifti máli. Og leigan og leigusamningurinn eiga nok eftir að verða svo óhagstæð eining á leigutímanum að ef einhver ávinnungur er af gjörningnum núna þá er ansi hætt við að hann verði fljótur að verða að Svarta Pétri með árunum.

En mér finnst að við eigum að krefja sjórn Orkuveitunnar og borgarstjórn um að leigusamningur verði byrtur í allri sinni mynd í Morgunblaðinu eða á netinu. Þá getum við dæmt um verðgildi þessa samnings.


mbl.is Orkuveitan selur höfuðstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Ómar Ásgrímsson

Höfundur

Sigurður Ómar Ásgrímsson
Sigurður Ómar Ásgrímsson
Búsettur í Danmörku og sér því Ísland ú fjarska. Kannski ansi hoolt það.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband